Glæsilegt gjafasett sem inniheldur fullkomið sambland af söluhæstu rakstursvörunum okkar ásamt fagurlega hönnuðum rakstursbursta. Gjafasettið inniheldur :
Savile Row rakstursbursta með hágæða greifingjahárum
Rakstursolíu sem undirbýr og verndar húðina. Mikilvægur þáttur í rakstrinum til að mynda vörn á milli húðar og rakblaðs til að fá mýkri og betri rakstur. Olían kemur í veg fyrir ertingu eftir rakstur og hefur mýkjandi áhrif á húð og skegg og hentar því einnig einstaklega vel sem skeggolía. Olían hefur unnið til verðlauna á heimsvísu.
Raksturskrem fyrir þá sem vilja þykkt löður eða nota rakbursta. Þróað af hópi meistara í rakstri og útkoman er lúxus vara fyrir fullkominn rakstur. Hefur mýkjandi, sótthreinsandi og rakagefandi áhrif á húðina. Hentar öllum húðgerðum og berist á með rakbursta eða fingrum.
„Aftershave“ krem sem er fullkomið á nýrakaða húðina. Hentar sérstaklega vel fyrir þá sem finna fyrir þurrki og ertingu eftir rakstur. Hefur kælandi, sefandi, rakagefandi og mýkjandi áhrif. Kremið hefur unnið til verðlauna á heimsvísu.
Hágæða fagurlega hannað raksturssett – Savile Row línan er stílhrein og nútímaleg hönnun. Rakstursbursti með hágæða greifingjahárum og þriggja blaða raksköfu á einstaklega fallegum standi…
Hágæða fagurlega hannað raksturssett – Mayfair línan er stílhrein og klassísk hönnun. Rakstursbursti með hágæða greifingjahárum og þriggja blaða raksköfu á einstaklega fallegum standi með…